KR í 125 ár

Í tilefni af 125 ára afmæli KR var ákveðið að skoða merkið og ásýnd félagsins. Merkið hefur breyst oft á þessum 125 árum og margar útgáfur litið dagsins ljós. Við hönnun á nýja merkinu var horft í upprunann og eiginleikar sóttir í ýmsar útgáfur þessa sögufræga merkis.

Óljósar heimildir eru fyrir því hvenær merki KR varð til en margt bendir til að fyrsta útgáfa þess hafi verið teiknuð af Tryggva Magnússyni í kringum 1920. Merkið var notað í skjaldarformi á búningum en hringlaga í öðru efni. Í gegnum árin hefur það verið notað í hinum ýmsu útgáfum en þekktust er líklega útgáfan sem var endurteiknuð fyrir 80 ára afmæli KR af Sigurþóri Jakobssyni. Sú útgáfa hefur, ásamt öðrum, verið í notkun síðustu ár.